Minnum á skil á Grænu bókhaldi

Nú styttist í að fari að vora og við vitum öll hvað það þýðir – árleg skil á Grænu bókhaldi, en frestur til að skila inn upplýsingum fyrir árið 2021 rennur út 1. apríl 2022.

Græna bókhaldið er mikilvægt tæki fyrir stofnanir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar frá starfsemi þeirra. Græna bókhaldið tekur til þátta sem hafa hve mest umhverfisáhrif í daglegum rekstri, þó listinn sé ekki tæmandi. Um er að ræða:

  • Samgöngur
  • Úrgangur
  • Orkunotkun
  • Matarsóun
  • Pappírsnotkun
  • Efnanotkun

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningamyndband um hvernig fylla skal út Græna bókhaldið, kaflaskiptingu myndbandsins má finna fyrir neðan það. Gangi ykkur vel!

Kaflaskipti

Kynning á Grænu bókhaldi 00:00

Kynning á Gagnagátt Umhverfisstofnunar, þangað sem bókhaldinu er skilað 1:23

Síða 1 – Stærð húsnæðis og fjöldi stöðugild 2:47

Síða 2 – Skrifstofupappír og prentþjónusta 4:42

Síða 3 – Ræsti- og hreinsiefni og ræstiþjónusta 6:45

Síða 4 – Rafmagn og heitt vatn 9:30

Síða 5 – Akstur 12:04

Síða 5 – Flug 15:41

Síða 6 – Önnur losun 19:07

Síða 7 – Samgöngusamningar 20:40

Síða 8 – Úrgangur 21:40

Síða 9 – Aðrar rekstrarvörur 24:20

Síða 10 – Matarsóun 25:14

Síða 11 – Niðurstöður og markmið 27:00

Síða 12 – Samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda, matarsóun og kolefnisjöfnun 29:22

Síða 13 – Staðfesting á skilum 30:55

Síða 14 – Skilafrestur og aðstoð 31:24