RÚV tekur fyrsta skrefið

Starfsstöð Ríkisútvarpsins ohf. í Útvarpshúsinu við Efstaleiti lauk úttekt á sínu fyrsta skrefi í gær, 15. mars 2022. Umhverfisnefnd RÚV hefur verið dugleg að minna starfsfólk á umhverfismálin og í desember settu þau til dæmis upp innpökkunarborð þar sem starfsfólk var hvatt til að pakka gjöfum inn í efni sem féll til innanhúss. Sjá frétt um það hér.

Við óskum þeim innilega til hamingju með skrefið og hlökkum til frekara samstarfs með þeim!