Sýslumaðurinn á Vesturlandi klárar fyrstur allra sýslumannsembætta

Sýslumaðurinn á Vesturlandi lauk fimmta og síðasta Græna skrefinu í lok mars, en þau eru fyrsta sýslumannsembættið hefur stigið fimmta skrefið og jafnframt fyrsta sýslumannsembættið sem steig fyrsta skrefið á sínum tíma.

Starfsfólk Sýslumannsins á Vesturlandi gerði sér glaðan dag og fögnuðu áfanganum á hverri starfsstöð. Það er alltaf ánægjulegt að sjá hversu mikinn metnað starfsfólk stofnana leggur í Grænu skrefin og við óskum starfsfólki Sýslumannsins á Vesturlandi til hamingju með árangurinn! Grænu skrefin þakka fyrir gott samstarf og hlakka til að fylgjast með þeim áfram.