Spörum orku yfir páskana

Nú styttist í páskafrí og þá er um að gera að fara að huga að orkusparnaði á meðan fríi stendur. Við vitum að það þarf að slökkva ljósin, en hvað fleira? Við höfum útbúið tékklista með orkusparandi aðgerðum og við hvetjum þátttakendur til að setjast niður með umsjónaraðila eða þann sem sér um húsnæðið til að ræða þessa hluti áður en farið er í frí. Tékklistann má nálgast hér og undir vinnugögnum hér á síðunni.

Við minnum líka á eftirfarandi aðgerð í skrefi 3:

Við höfum útbúið orkusparnaðar leiðbeiningar um það sem gott er að hafa í huga þegar farið er í frí í samvinnu við umsjónarmann eða þann sem sér um húsnæðið.  Leiðbeiningarnar sendum við á starfsfólk fyrir stórhátíðir og í upphafi orlofstíma.