Hleðslustöð

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta

Við í Grænum skrefum vekjum athygli ríkisaðila á að Orkusjóður auglýsir nú styrki til orkuskipta árið 2022. Hægt er að sækja um í 5 flokkum; bættri orkunýtingu, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metani, hleðslustöðvum fyrir samgöngur og orkuskiptum í haftengdri starfsemi.

Styrkir geta hæst numið 33% af áætluðum stofnkostnaði og umsóknarfrestur er til 7. maí næstkomandi.

Hluti Grænna skrefa í ríkisrekstri er að hvetja til umhverfisvænni samgangna starfsfólks, t.a.m. með að bæta aðgengi að rafmagnshleðslustöðvum. Við hvetjum þátttakendur Grænna skrefa í ríkisrekstri sem eru á leið í slík verkefni, eða önnur sem falla undir ofangreinda flokka, til að senda inn umsókn um styrk til Orkusjóðs.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.orkusjodur.is