Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Bjóðum Hugverkastofuna velkomna um borð!

Við bjóðum Hugverkastofuna velkomna í Grænu skrefin! Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (www.hugverk.is). Hjá Hugverkastofunni starfa 38 starfsmenn og eru þau til húsa að Engjateigi 3 í Reykjavík. Við hlökkum […]

Fataskiptimarkaður á vinnustaðnum

Í úttektum okkar og heimsóknum til stofnana Grænna skrefa höfum við oftar en einu sinni séð fataslá sem gegnir hlutverki skiptimarkaðar. Þessar slár eru annaðhvort settar upp tímabundið eða til lengri tíma en þar getur starfsfólk skipst á gullmolum úr fataskápnum. Þetta er frábært framtak sem við hvetjum fleiri til að taka upp enda eru […]

1. skref Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa tók í dag við viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið í höfuðstöðvum sínum á Borgum á Akureyri. Innleiðingin hefur gengið vel fyrir sig og greinilegt að hópurinn er vel samstilltur. Sjö starfsmenn starfa á skrifstofunni að Borgum en einn starfsmaður er með aðsetur á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu í höfuðborginni. Við óskum Jafnréttisstofu innilega til […]

5 skref á hálfu ári!

Starfsfólk Blöndu- og Laxárstöðvar, sem eru tvær af starfsstöðvum Landsvirkjunar, eru búin að stíga öll 5 Grænu skrefin á hálfu ári! Það er búið að vera gaman að sjá hvað starfsstöðvar í óvanalegri kantinum geta innleitt margar aðgerðir í umhverfismálum og finna lausnir sem henta þeim. Umhverfisteymið með þau Elvar Magnússon og Ragnheiði Ólafsdóttur í […]

„Ég fer í fríið, ég fer í fríið…“

Það er alltaf gott að hafa nokkur atriði í huga í sumarfrágangi áður en starfsmenn fara í frí. Gætum þess að vera ekki að nýta auðlindirnar okkar, hita og rafmagn, á meðan enginn er að „njóta“ þeirra Einnig viljum við taka fram að þjónusta við Grænu skrefin verður skert í júlí en þó er hægt […]

Sjúkratryggingar Íslands skráðar til leiks

Sjúkratryggingar Íslands hafa nú skráð sig til leiks í Grænu skrefunum. Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands er að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Hjá stofnuninni starfa í dag 129 manns og bjóðum við þau hjartanlega velkomin í verkefnið og hlökkum til að fylgja þeim í skrefunum.

Fræðsla á mannamáli um losunarbókhald Íslands

Umhverfisstofnun fór nýlega af stað með fræðsluverkefnið Umhverfisvarpið. Um er að ræða rafræna fræðslu á vefnum þar sem sagt er frá hinum ýmsu verkefnum stofnunarinnar. Umhverfisvarp miðvikudagsins var helgað loftslagsmálum en í því kynntu sérfræðingar í teymi loftslags og loftgæða losunarbókhald Íslands sem snýr að gróðurhúsalofttegundum. Stiklað var á stóru um helstu niðurstöður losunarbókhaldsins, sem […]

Fjórða Græna skref Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun hefur nú fengið viðurkenningu fyrir 4. Græna skrefið sitt. Stofnunin sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Það styrkir trúverðugleika stofnunar sem vinnur að slíkum verkefnum þegar hlutirnir eru í lagi „heima fyrir“ og þess vegna frábært að sjá hve vel er vandað […]

Leiðbeiningar um gerð loftslagsstefnu komnar á vefinn 

Til að einfalda vinnu við gerð loftslagsstefnu hefur Umhverfisstofnun birt leiðbeiningar sem nálgast  má á vef Grænna skrefa.  Samkvæmt  lögum um loftslagsmál  ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkis að setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun ásamt aðgerðum til að ná markmiðunum.   Vilji hins opinbera er að fara fram með góðu fordæmi þegar […]

Þjóðskjalasafn Íslands lauk 4 skrefum í einu!

Fyrir rétt rúmu ári var Þjóðskjalasafn Íslands skráð til leiks í Grænu skrefunum, en í dag tóku þau við viðurkenningu fyrir fjögur skref á einu bretti! Græni hópurinn, undir styrkri leiðsögn Önnu Elínborgar Gunnarsdóttur sviðsstjóra, hefur fylgt eftir innleiðingu skrefanna í starfsseminni og hefur það verið aðdáunarvert að fylgjast með jákvæðni og röggsemi hópsins. Á […]

Menntaskólinn á Tröllaskaga stígur 3. skrefið

Menntaskólinn á Tröllaskaga hlaut nýverið viðurkenningu fyrir 3. Græna skrefið sitt og er því komin lengst allra skóla í verkefninu. Einkunnarorð skólans eru frumkvæði, sköpun og áræði og má með sanni segja að þau standi undir þeim í umhverfisstarfi skólans. Í úttekt Umhverfisstofnunar mátti sjá að skólinn horfir bæði til sinna beinu umhverfisáhrifa með það […]

Einnota borðbúnaður úr plasti heyri brátt sögunni til

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mælti nýverið fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við að setja tilteknar, algengar einnota plastvörur á markað. Þar á meðal er einnota borðbúnaður úr plasti. Eitt af markmiðum Grænna skrefa er að draga úr óþarfa sóun, meðal annars með því að hætta alfarið notkun á einnota borðbúnaði og […]