Bjóðum Hugverkastofuna velkomna um borð!

Við bjóðum Hugverkastofuna velkomna í Grænu skrefin! Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (www.hugverk.is). Hjá Hugverkastofunni starfa 38 starfsmenn og eru þau til húsa að Engjateigi 3 í Reykjavík. Við hlökkum til samstarfsins og óskum þeim góðs gengis.