Fjórða Græna skref Skipulagsstofnunar

Jón Smári Jónsson, Sigrún Eysteinsdóttir og Birna Björk Árnadóttir taka við viðurkenningunni frá Þorbjörgu Söndru Bakke starfsmanni Umhverfisstofnunar

Skipulagsstofnun hefur nú fengið viðurkenningu fyrir 4. Græna skrefið sitt.

Stofnunin sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Það styrkir trúverðugleika stofnunar sem vinnur að slíkum verkefnum þegar hlutirnir eru í lagi „heima fyrir“ og þess vegna frábært að sjá hve vel er vandað til verka.

Við óskum Skipulagsstofnun til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með þeim og umhverfisstarfi þeirra áfram.

Starfsmenn Skipulagsstofnunar fögnuðu bæði Grænu skrefi og Hjólavottun