1. skref Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa tók í dag við viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið í höfuðstöðvum sínum á Borgum á Akureyri. Innleiðingin hefur gengið vel fyrir sig og greinilegt að hópurinn er vel samstilltur. Sjö starfsmenn starfa á skrifstofunni að Borgum en einn starfsmaður er með aðsetur á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu í höfuðborginni. Við óskum Jafnréttisstofu innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs í haust!

Með á mynd, frá vinstri: Kristín Ólafsdóttir og Bergljót Þrastardóttir sérfræðingar Jafnréttisstofu, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri, Steinunn Hauksdóttir starfsmaður Umhverfisstofnunar og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir rekstrarstjóri. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fallegt útsýni frá hjólastæðinu yfir Eyjafjörðinn og Vaðlaheiðina.