Fataskiptimarkaður á vinnustaðnum

Í úttektum okkar og heimsóknum til stofnana Grænna skrefa höfum við oftar en einu sinni séð fataslá sem gegnir hlutverki skiptimarkaðar. Þessar slár eru annaðhvort settar upp tímabundið eða til lengri tíma en þar getur starfsfólk skipst á gullmolum úr fataskápnum.
Þetta er frábært framtak sem við hvetjum fleiri til að taka upp enda eru umhverfisáhrif af textílframleiðslu mikil. En samkvæmt skilgreiningum Umhverfisstofnunar Evrópu (2014) og Norrænu ráðherranefndarinnar (2015) er textíll fjórði stærsti umhverfisþáttur einstaklinga á eftir húsnæði, samgöngum og matvælum.
Til að minnka umhverfisáhrifin er mikilvægt að draga úr framleiðslunni og lengja líftíma textíls. Ein leið er að gefa föt beint til einhvers sem nýtir þau og eignast notuð í stað þess að kaupa nýtt.