Einnota borðbúnaður úr plasti heyri brátt sögunni til

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mælti nýverið fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við að setja tilteknar, algengar einnota plastvörur á markað.

Þar á meðal er einnota borðbúnaður úr plasti. Eitt af markmiðum Grænna skrefa er að draga úr óþarfa sóun, meðal annars með því að hætta alfarið notkun á einnota borðbúnaði og því má segja að frumvarpið styðji vel við verkefnið.

Ýmsar fleiri plastvörur falla undir frumvarpið og var sjónum fyrst og fremst beint að algengum plastvörum sem finnast á ströndum við ákvarðanatöku um hversu langt bannið ætti að ná.

Með frumvarpinu er innleidd að stærstum hluta ný Evróputilskipun og því munu margar þjóðir ganga í takt í þessum efnum á næstunni.

Nánar um hvaða aðrar plastvörur um ræðir má finna hér.