Sjúkratryggingar Íslands skráðar til leiks

Sjúkratryggingar Íslands hafa nú skráð sig til leiks í Grænu skrefunum. Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands er að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Hjá stofnuninni starfa í dag 129 manns og bjóðum við þau hjartanlega velkomin í verkefnið og hlökkum til að fylgja þeim í skrefunum.