Entries by gre

Þjóðskrá með fyrsta skrefið

Þjóðskrá var að ná fyrsta Græna skrefinu en verkefnið var endurvakið í sumar eftir smá dvala og það sem vantaði uppá var innleitt með hraði. Þau hafa ákveðið að vinna áfram ötullega að verkefninu og fá vonandi annað skrefið innan tíðar. Starfsmenn taka virkan þátt í verkefninu og hefur það t.d. orðið til þess að sérstaklega […]

Samgönguvika 2018

Eru ekki allir að taka þátt? Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Átakið stendur í eina viku frá 16. september til 22. september og markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Við hvetjum stofnanir til að taka þátt og […]

Annað skref Ríkiskaupa

Til hamingju Ríkiskaup með annað Græna skrefið. Það er mikill hugur í starfsfólki stofnunarinnar og ætla þau að vinda sér fljótt í næstu skrefin.

Umhverfismál og hagræðing hjá Þjóðskrá

Hjá Þjóðskrá vinna þau saman vinnuhagræðingu og umhverfismálin. Hér hafa þau sett upp lista sem starfsmenn geta bætt við verkefnum sem þeim finnst að vinna þurfi og hvaða áhrif verkefnin hafa á mismunandi þætti. Skemmtileg nálgun til að fá starfsmenn með í verkefnið.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum 2018-2030 var birt í gær. Í henni er megináhersla lögð á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Eins og þátttakendur Grænna skrefa kannast við er töluverð áhersla lögð á umhverfisvænni samgöngur í verkefninu og hafa kröfur til þessa aukist nokkuð með uppfærðum aðgerðum. Nýtt í verkefninu er einnig aðgerð […]

Annað skrefið hjá MTR

Menntaskólinn á Tröllaskaga fékk sitt langþráða annað skref afhent. Þau eru vel að viðurkenningunni komin 🙂

Öll níu ráðuneytin komin í Grænu skrefin

Frábærar fréttir, öll ráðuneytin eru komin í Grænu skrefin 🙂 Þau hafa líka sett sér það metnaðarfulla markmið að ljúka öllum fimm skrefunum um áramótin. Það er mikil jákvæðni gagnvart verkefninu í ráðuneytunum og menn í samhentu átaki. Í frétt frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur einnig fram „Ríkisstjórnin hefur það að markmiði að vera til […]

Hjólað og hjólað og hjólað

Forsætisráðuneytið keypti hjól fyrir starfsmenn sína í vor og hefur það verið í nánast daglegri notkun síðan. Svo mikil ánægja er með nýja samgöngutækið að verið er að skoða kaup á öðru hjóli og þá mögulega rafhjól.

Fimm skref í höfn

Þessi glæsilegi hópur hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fagnaði 5 Græna skrefinu og 140001 vottun fyrir umhverfisstjórnunarkerfi sitt. Innilega til hamingju með frábæran árangur.

Endurnotkun og endurnýting

Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr umhverfisáhrifum er að draga úr óþarfa innkaupum. Það getum við gert með því að fá hluti lánaða eða notaða hluti gefins. Það er líka yfirleitt hægt að finna einhvern sem getur notað áfram það sem við þurfum að losna við. Með því að gefa […]

Nýr þátttakandi

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er nýjasti meðlimur Grænna skrefa og hlökkum við mikið til samstarfsins. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930 en þar er kveðið á um að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga. Áskoranir í Þjóðgarðinum eru margar og er hann undir miklu álagi allt árið. Það verður því […]

Aðgerðir Grænna skrefa uppfærðar

Síðustu mánuði höfum við verið að uppfæra Grænu skrefin (sjá undir vinnugögn). Aðgerðir sem þóttu ekki eiga við lengur voru teknar út og aðrar lagfærðar, eða aðgerðum bætt við. Heilt yfir má segja að kröfurnar hafi verið þyngdar aðeins og það mun verða erfiðara fyrir einhverjar stofnanir að ná öllum skrefunum. Ástæða þess er að þær […]