Nýr þátttakandi

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er nýjasti meðlimur Grænna skrefa og hlökkum við mikið til samstarfsins. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930 en þar er kveðið á um að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga. Áskoranir í Þjóðgarðinum eru margar og er hann undir miklu álagi allt árið. Það verður því gaman að fylgjast með innleiðingu umhverfismála á okkar helgasta stað og þar sem flestir ferðamennirnir fara um.