Þjóðskrá með fyrsta skrefið

Þjóðskrá var að ná fyrsta Græna skrefinu en verkefnið var endurvakið í sumar eftir smá dvala og það sem vantaði uppá var innleitt með hraði. Þau hafa ákveðið að vinna áfram ötullega að verkefninu og fá vonandi annað skrefið innan tíðar. Starfsmenn taka virkan þátt í verkefninu og hefur það t.d. orðið til þess að sérstaklega var hugað að umhverfismálum nú þegar endurgera á salernin í húsnæðinu. Þá með því að nota frekar blásara en pappír og draga úr sápunotkun.