Aðgerðir Grænna skrefa uppfærðar

Síðustu mánuði höfum við verið að uppfæra Grænu skrefin (sjá undir vinnugögn). Aðgerðir sem þóttu ekki eiga við lengur voru teknar út og aðrar lagfærðar, eða aðgerðum bætt við. Heilt yfir má segja að kröfurnar hafi verið þyngdar aðeins og það mun verða erfiðara fyrir einhverjar stofnanir að ná öllum skrefunum. Ástæða þess er að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir eru miklar og því eðlilegt að vinna við að draga úr umhverfisáhrifum sé í takt við þær. Grunnurinn að verkefninu er þó áfram sá að sem flestar stofnanir taki þátt í verkefninu og vinni markvisst að umhverfismálum og munum við aðstoða við það eins og hægt er.

 

Okkur langar að biðja ykkur sem eru þegar í vinnu við innleiðingu verkefnisins að skipta eldri gátlista út fyrir nýrri. Héðan í frá munum við gera úttektirnar byggðar á uppfærðum aðgerðum.

Gangi ykkur vel og munið að hafa samband ef eitthvað er.