Endurnotkun og endurnýting

Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr umhverfisáhrifum er að draga úr óþarfa innkaupum. Það getum við gert með því að fá hluti lánaða eða notaða hluti gefins. Það er líka yfirleitt hægt að finna einhvern sem getur notað áfram það sem við þurfum að losna við. Með því að gefa okkur smá tíma í stutt hugarflug, drögum við úr sóun auðlinda, minnkum umhverfisáhrif og styrkjum hringrásarhagkerfið. Hvað með góðgerðarsamtök, leikskóla, háskóla, eða einhver sem er að hefja rekstur? Það þarf bara að gefa sér smá tíma og jafnvel samtal við aðra til að finna fullkominn aðila til að taka við notuðum hlutum og veita þeim framhaldslíf 🙂