Héraðssaksóknari fyrsta undirstofnun Dómsmálaráðuneytis með Grænt skref

Í dag hlaut embætti Héraðssaksóknara viðurkenningu fyrir að stíga fyrsta Græna skrefið. Það er mikill metnaður fyrir verkefninu innanhúss og starfar öflugt þriggja manna teymi að innleiðingu þess. Það sem skiptir ekki síður máli er stuðningur yfirstjórnar sem svo sannarlega er til staðar hjá Héraðssaksóknara og auðveldar allar breytingar. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagðist við afhendinguna í dag vona að Grænu skrefin stuðli að aukinni starfsánægju og bætti við að verkefnið geti leitt til minni rekstrarkostnaðar hjá embættinu. Starfsmenn embættisins hafa vakið athygli undanfarið þar sem þeir þeysast á milli staða á rafhlaupahjóli, en kaupin á því voru einmitt liður í Grænu skrefunum. Til hamingju með árangurinn og gangi ykkur vel með framhaldið!

72915933 2446883942189669 7238763933950017536 n

Birgitta Steingrímsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar, og Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.

herassak

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, nýtir sér rafhlaupahjól embættisins til að fara á milli staða í miðbænum. Að hennar sögn er hlaupahjólið bæði praktískur og umhverfisvænn ferðamáti (og örugglega mjög skemmtilegur í þokkabót!) (Mynd: Vísir).