Það er inn að vera í rusli

Við mælum með því fyrir alla vinnustaði sem vilja taka sorpflokkun föstum tökum að fá fræðslu frá sinni sorphirðuþjónustu. Starfsfólk Vinnumálastofnunar og Umhverfisstofnunar fékk nýverið kynningar frá Terra sem áður hét Gámaþjónustan. Mikil ánægja var með kynningarnar og gáfu fulltrúar Terra sér góðan tíma í að svara spurningum. Áhugavert verður að sjá hvort kynningarnar skili sér í hærra endurvinnsluhlutfalli hjá stofnununum tveimur. Að sögn Vinnumálastofnunar er inn að vera í rusli og tökum við í Grænu skrefunum heilshugar undir það!

Vmst GS Terra kynning 4

Fulltrúar Terra með kynningu hjá Vinnumálastofnun

74829585 3411429402230620 6968894637477986304 o

Starfsmenn Umhverfisstofnunar hlýða áhugasamir á kynningu Terra

76759978 3411429712230589 3985453252362633216 o

Það er ekki alltaf augljóst hvernig skal flokka hina ýmsu hluti og því gott að fara yfir helstu vafaatriði með sorphirðuþjónustu stofnunarinnar