Skiptimarkaður á Umhverfisstofnun

Í tilefni Evrópsku nýtnivikunnar settu meðlimir teymis græns samfélags hjá Umhverfisstofnun upp skiptimarkað. Öllu starfsfólki býðst að koma með föt og hluti á markaðinn og taka svo það sem þeim líst vel á. Framtakið hefur gengið vonum framar og er fólk bæði duglegt að koma með hluti á markaðinn sem og að framlengja líf annarra hluta. Margir hafa fundið sér ný föt og fína muni til heimilisins og enn fleiri dót, búninga og föt á börnin. Það sem ekki öðlast nýtt líf á skiptimarkaðnum fer í Góða Hirðinn hjá Sorpu eða í fatasöfnun Rauða Krossins.

Með því að setja upp skiptimarkað freistum við þess að lengja líftíma hlutanna og svo er þetta bara ansi skemmtilegt líka! Eftirfarandi punkta sendum við á starfsfólk til að hvetja þá til að taka þátt:

🎅Kjörið tækifæri fyrir jólasveina að skiptast á dóti í skóinn

👗Eru flíkur í fataskápnum ykkar eða barnanna sem gætu öðlast nýtt líf hjá samstarfsfólki?

🤸‍♀️Ef þú ætlar í helgartiltekt um helgina þá er tilvalið að koma með hluti sem þú notar ekki lengur á markaðinn – allir hlutir velkomnir!

🌿Hver veit nema þú finnir jóladressið eða jólagjafirnar á skiptimarkaðnum

gitta

Ýmsir gullmolar leynast á skiptimarkaðnum

75580194 474153410183191 7641874772485210112 n

Gott að standa upp frá tölvunni, fá sér kaffibolla og kíkja á skiptimarkaðinn.

75220635 499350537337024 5716876958768300032 n