Entries by gre

Starfsstöð Isavia, Flugstöð Leifs Eiríkssonar fékk Grænt skref

Starfsstöðvar Isavia vinna vel að Grænu skrefunum sínum og nú var það Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem fékk afhent fyrsta Græna skrefið. Þau ganga hratt og vel til verka og verða örugglega ekki lengi að klára hin skrefin. Á myndinni eru: Hlynur Sigurðsson, Jófríður Leifsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Helga Eyjólfsdóttir og Hrönn Ingólfsdóttir.

Isavia, Reykjavík flugturn og fræðslumiðstöð er komin með fyrsta skrefið

Mikil jákvæðni, gleði og samkeppni einkenndi höfuðstöðvar Isavia þegar ljóst var að þau uppfylltu úttekt og fengu þar með afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Ekki nóg með að hampa viðurkenningu Grænna skrefa þá fengu þau líka verðlaun fyrir að vera fyrsta starfsstöð Isavia til að klára fyrsta skrefið. Þau eru síðan strax farin að huga […]

Morgunverðarfundur – Saman gegn sóun

Haldinn verður morgunverðarfundur þann 17. mars milli kl. 08.30 og 10.00 þar sem kynnt verður ný stefna ríkisstjórnarinnar um úrgangsforvarnir- Saman gegn sóun. Einnig verða haldin erindi um verkefni sem stuðla eiga að minni matarsóun. Frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan.  

Náttúrufræðistofnun fékk sitt fjórða skref

Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti fékk fjórða Græna skrefið sitt í dag en aðeins er um eitt ár síðan þau fengu fyrsta Græna skrefið. Frábær vinna hjá þeim á ekki lengri tíma. Húsnæði stofnunarinnar er með BREEAM vottun fyrir vistvænar byggingar og svo er endurnýting hjá stofnuninni til fyrirmyndar. Þau endurnýta gamlar tölvur, gömul gróðurkort, tunnur, […]

Seðlabankinn ætlar að verða grænn og vænn

Til hliðar við peningastefnu, stýrivexti, afnám hafta og aðrar skyldur Seðlabankans ætla þau að vinna að því að minnka umhverfisáhrif bankans enda eins og við vitum þá er fjárhagslega hagkvæmt að vinna að umhverfismálum 🙂 Velkomin í verkefnið!

Af hverju eigum við að velja umhverfisvottaðar vörur fram yfir aðrar?

Hér er góð og auðskilin umfjöllun um ágæti umhverfisvottaðra vara. Með því að velja umhverfisvottaða vöru erum við að hvetja til þess að fleiri slíkar vörur verði framleiddar. Þar hefur hið opinbera mikinn mátt vegna þess magns sem keypt er inn á ári hverju. Það skiptir líka máli að vörurnar sem við vinnum með eða […]

Vistakstur fyrir alla

Það eru margir kostir við vistakstur en hann dregur úr losun mengandi lofttegunda, minnkar eldsneytisnotkun, minnkar viðhaldskostnað bíla og styttir ferðatíma. Umhverfisstofnun fékk fræðslu um vistakstur fyrir alla starfsmenn stofnunarinnar, í kjölfarið fá tíu starfsmenn sem aka mest fyrir stofnunina einkakennslu í vistakstri. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar geta fengið námskeið í vistakstri og er það líka […]

Rafhlöður eða hleðslurafhlöður?

Vissuð þið að það þarf aðeins að kaupa u.þ.b.10 pakka af AA rafhlöðum svo það borgi sig að kaupa frekar hleðslutæki og AA hleðslurafhlöður? Síðan notar maður hleðslurafhlöður aftur og aftur á meðan hinar eru einnota.Skoðum notkunina okkar og kaupum hleðslutæki og rafhlöður þar sem notkunin er mikil. Í því felst bæði umhverfislegur og fjárhagslegur […]

5 atriði sem við þurfum að muna eftir áður en við förum í jólafrí

1. Lækkum hitann á skrifstofum2. Tökum öll raftæki úr sambandi eða slökkvum alveg á þeim (munum að þegar raftæki eru á standby þá „leka“ þau rafmagni sem kostar orku og pening).3. Slökkvum á öllum ljósum4. Lokum gluggum og hurðum vel og drögum gluggatjöld fyrir 5. Látum húsverði/aðra vita ef eitthvað virkar undarlegt s.s. leki í […]