Náttúrufræðistofnun fékk sitt fjórða skref

Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti fékk fjórða Græna skrefið sitt í dag en aðeins er um eitt ár síðan þau fengu fyrsta Græna skrefið. Frábær vinna hjá þeim á ekki lengri tíma. Húsnæði stofnunarinnar er með BREEAM vottun fyrir vistvænar byggingar og svo er endurnýting hjá stofnuninni til fyrirmyndar. Þau endurnýta gamlar tölvur, gömul gróðurkort, tunnur, glerkrukkur, matarafganga og margt annað fyrir rekstur sinn. Vel gert NÍ 🙂