Fyrsta Græna skrefið í höfn hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti

Vinnuhópur Grænna skrefa í fjármála- og efnahagsráðuneyti tók á dögunum á móti viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Frábær vinna hjá flottum hópi kvenna. Á myndinni eru f.h. Margrét Karlsdóttir, Anna Antonsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir og Ingunn M. Hilmarsdóttir.