Rafhlöður eða hleðslurafhlöður?

Vissuð þið að það þarf aðeins að kaupa u.þ.b.10 pakka af AA rafhlöðum svo það borgi sig að kaupa frekar hleðslutæki og AA hleðslurafhlöður? Síðan notar maður hleðslurafhlöður aftur og aftur á meðan hinar eru einnota.
Skoðum notkunina okkar og kaupum hleðslutæki og rafhlöður þar sem notkunin er mikil. Í því felst bæði umhverfislegur og fjárhagslegur sparnaður.