Isavia, Reykjavík flugturn og fræðslumiðstöð er komin með fyrsta skrefið

Mikil jákvæðni, gleði og samkeppni einkenndi höfuðstöðvar Isavia þegar ljóst var að þau uppfylltu úttekt og fengu þar með afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Ekki nóg með að hampa viðurkenningu Grænna skrefa þá fengu þau líka verðlaun fyrir að vera fyrsta starfsstöð Isavia til að klára fyrsta skrefið. Þau eru síðan strax farin að huga að næsta skrefi. Hrönn Ingólfsdóttir, Sigurlaug Ásta Sigvaldadóttir, Helga R. Eyjólfsdóttir og Elín Árnadóttir tóku á móti viðurkenningunni.