Af hverju eigum við að velja umhverfisvottaðar vörur fram yfir aðrar?

Hér er góð og auðskilin umfjöllun um ágæti umhverfisvottaðra vara. Með því að velja umhverfisvottaða vöru erum við að hvetja til þess að fleiri slíkar vörur verði framleiddar. Þar hefur hið opinbera mikinn mátt vegna þess magns sem keypt er inn á ári hverju. Það skiptir líka máli að vörurnar sem við vinnum með eða eru inni á heimilum okkar dreifi ekki skaðlegum efnum, bæði fyrir heilsu okkar og umhverfi. Einnig skiptir máli hversu vel gengur að endurvinna vöruna eða hvort hún leki mögulega eiturefnum þegar hún er urðuð. Til þess að vörur geti fengið umhverfisvottun er þess gætt í öllu framleiðsluferli hennar að hún hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið okkar.