Entries by gre

Seðlabankinn kominn með sitt fyrsta skref

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri tók á móti viðurkenningu Grænna skrefa í gær. Seðlabankinn hefur unnið að því að innleiða grænni rekstur í um eitt ár en hóf þátttöku í Grænum skrefum í febrúar á þessu ári. Innleiðing verkefnisins hefur því gengið hratt og vel og mikill stuðningur er við verkefnið. Innilega til hamingju með áfangann 🙂 Á myndinni eru (f.v.) […]

Þjóðminjasafn Íslands hefur skráð sig í Grænu skrefin

Þjóðminjasafn Íslands er nú 32 stofnunin sem hefur skráð sig til leiks í Grænu skrefunum. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi okkar Íslendinga og nú munu þau auk þess gera það á sem umhverfisvænastan hátt. Velkomin í verkefnið!  

Skógrækt til kolefnisjöfnunar

Í sóknaráætlun um loftslagsmál kemur fram að tækifæri Íslands í kolefnisjöfnun felast fyrst og fremst í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Þá er upplagt fyrir stofnanir að taka þátt í t.d. gróðursetningu með skógræktarfélögum eða öðrum verkefnum. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar heldur sjálfboðaliðadag sinn á laugardaginn 24. september, milli kl. 10.00 og 12.00. Allir eru velkomnir og […]

Samgönguvika 2016

Þá er hin árlega Samgönguvika hafin. Vikan er samevrópsk og er til þess ætluð að vekja athygli á og hvetja til vistvænni samgöngumáta. Ávinningur umhverfisvænni samgöngumáta er ótvíræður, hann er ódýrari, skemmtilegri, betri fyrir umhverfið og betri fyrir heilsuna okkar. Munum eftir bíllausa deginum þann 22. september en þá er upplagt að hvetja alla starfsmenn til […]

Vínbúðin á Hólmavík er komin með tvö Græn skref

Vínbúðin í Hólmavík hefur lokið við innleiðingu tveggja Grænna skrefa. Gaman að segja frá því að Vínbúðin og verslun KSH deila sama húsnæðinu og því ná skrefin til enn fleiri aðila. Það er einmitt það sem við viljum að gerist að starfsmenn og stofnanir breiði út boðskapinn. 

Hreinsum strandlengjuna með Bláa hernum

Samtökin Blái herinn hefur um langt skeið staðið að hreinsunum á strandlengjum við Ísland. Eins og við vitum er hreint haf og strendur mikið hagsmunamál fyrir Ísland og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman, sýnum gott fordæmi og hreinsum upp eftir okkur. Næsta hreinsun er á miðvikudaginn 31. ágúst 2016. Boðið er uppá […]

Vínbúðin í Smáralind hefur náð öllum 5 skrefunum

Glæsileg frammistaða hjá Vínbúðinni í Smáralind en þau voru að ljúka við þriðja, fjórða og fimmta Græna skrefið. Þau eru fyrsta Vínbúðin til að gera slíkt. Starfsmenn Vínbúðarinnar eru afar áhugasamir um umhverfismál og leggja sig virkilega fram um að gera alltaf betur. Innilega til hamingju með áfangann 🙂