Hreinsum strandlengjuna með Bláa hernum

Samtökin Blái herinn hefur um langt skeið staðið að hreinsunum á strandlengjum við Ísland. Eins og við vitum er hreint haf og strendur mikið hagsmunamál fyrir Ísland og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman, sýnum gott fordæmi og hreinsum upp eftir okkur. Næsta hreinsun er á miðvikudaginn 31. ágúst 2016. Boðið er uppá rútuferðir kl. 11.00 og komið verður tilbaka um 18.00.