Vínbúðin á Hólmavík er komin með tvö Græn skref

Vínbúðin í Hólmavík hefur lokið við innleiðingu tveggja Grænna skrefa. Gaman að segja frá því að Vínbúðin og verslun KSH deila sama húsnæðinu og því ná skrefin til enn fleiri aðila. Það er einmitt það sem við viljum að gerist að starfsmenn og stofnanir breiði út boðskapinn.