Seðlabankinn kominn með sitt fyrsta skref

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri tók á móti viðurkenningu Grænna skrefa í gær. Seðlabankinn hefur unnið að því að innleiða grænni rekstur í um eitt ár en hóf þátttöku í Grænum skrefum í febrúar á þessu ári. Innleiðing verkefnisins hefur því gengið hratt og vel og mikill stuðningur er við verkefnið. Innilega til hamingju með áfangann 🙂

Á myndinni eru (f.v.) Birna Kristín Jónsdóttir, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Umhverfisstofnun.