Entries by gre

Isavia Flugfjarskipti eru á grænu flugi

Aðeins einum mánuði eftir að Flugfjarskipti fengu viðurkenningu fyrir fyrsta og annað Græna skrefið eru þau búin að ljúka þriðja skrefinu með glæsibrag. Mikill hugur er í starfsfólkinu að ljúka innleiðingu skrefanna fljótt og vel og þá helst í vor. Innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Rusl er auðlind

Í árlegri tiltekt hjá Umhverfisstofnun snýst dagurinn um að finna not fyrir hluti sem ekki nýtast okkur lengur, fremur en að henda. – Möppur fóru til fyrirtækja í húsinu okkar á Suðurlandsbraut og til Stúdentaráðs Háskóla Íslands – Ómerkt föt fóru til Samhjálpar – Merkt föt fóru til Rauða krossinns sem síðan fara til Hvíta- […]

Græn Samgöngustofa

Samgöngustofa er 37 stofnunin sem tekur þátt í verkefninu með okkur. Við hlökkum mikið til að vinna með öllum 140 starfsmönnunum 🙂

Landsvirkjun á Akureyri komin með fyrsta Græna skrefið

Grænu skrefin voru á faraldsfæti um jólin og heimsóttu nýuppgerða starfsstöð Landsvirkjunar á Akureyri. Starfsstöðin fékk afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið enda er unnið ötullega að umhverfismálum hjá Landsvirkjun. Til hamingju.

Starfsstöð Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum lauk 5 skrefinu

Nú þegar starfsstöð Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum hefur lokið 4 og 5 skrefi á aðeins ein starfsstöð stofnunarinnar eftir að innleiða Grænu skrefin. Á starfsstöðinni í Vestmannaeyjum er aðeins einn starfsmaður en skrifstofa hennar er í húsi með mörgum öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem verða einnig fyrir áhrifum af verkefninu.

Græn jól í boði Umhverfisstofnunar

Á aðventunni hefur Umhverfisstofnun miðlað nokkrum atriðum sem við öll getum tileinkað okkur til að njóta grænni jóla 1. Gefa upplifanir og umhverfisvænar gjafir fremur en að bæta við enn meira dóti inn á heimilin. 2. Ekki hræðast jólaköttin, við eigum öll nóg af fötum og þurfum því ekki alltaf að kaupa nýtt. Afar mikið […]

Flugfjarskipti Isavia fékk tvö Græn skref

Það var jólalegt um að litast hjá Flugfjarskiptum Isavia, þegar úttekt á fyrstu tveimur Grænu skrefunum fór fram. Eins og aðrar starfsstöðvar Isavia stóðu þau sig með prýði og eru full áhuga að ljúka öllum skrefunum sem fyrst.

Setjum ÖLL raftæki í endurvinnslu

Í raftækjum, rafhlöðum og rafgeymum er gríðarlegt magn af verðmætum málmum og efnum eins og gulli, silfri, kopar, áli og fleiru sem eru einnig takmarkaðar auðlindir. Því er afar mikilvægt að við komum þeim öllum í endurvinnslu sama hversu lítið okkur finnst tækið vera. Í snjallsímum sem Íslendingar henda á ári hverju leynast 8,8 kg af […]

Vínbúðin á Siglufirði hefur lokið öllum fimm skrefunum

Til hamingju með flottan árangur Vínbúðin á Siglufirði. Vínbúðin hefur nú náð þeim árangri að uppfylla og fá viðurkenningu fyrir að innleiða öll fimm Grænu skrefin. Á myndinni eru Sólrún Júlíusdóttir og Hólmfríður Ósk Norðfjörð.