Græn jól í boði Umhverfisstofnunar

Á aðventunni hefur Umhverfisstofnun miðlað nokkrum atriðum sem við öll getum tileinkað okkur til að njóta grænni jóla

1. Gefa upplifanir og umhverfisvænar gjafir fremur en að bæta við enn meira dóti inn á heimilin.

2. Ekki hræðast jólaköttin, við eigum öll nóg af fötum og þurfum því ekki alltaf að kaupa nýtt. Afar mikið af auðlindum fara í framleiðslu og dreifingu á fatnaði sem draga má úr með því að nýta fötin betur

3. Muna að nýta alla hluti betur t.d. gera við, breyta hlutverki hlutarins, fá lánað og fleira í stað þess að kaupa nýtt og muna að flokka allan okkar úrgang.

3. Hvernig væri að nýta afgangana en betur um jólin svo við getum notið þess í staðinn að liggja uppi í sófa og hafa það kósý. Sóun á mat hefur gríðarmikil umhverfisáhrif svo ekki sé minnst á peningum sem við köstum í ruslið í hvert sinn sem mat er sóað.

Frekari ráð er hægt að skoða á vefsíðu Umhverfisstofnunar um grænan lífsstíl.