Entries by gre

Annað skrefið hjá Landsvirkjun Akureyri

Starfsstöð Landsvirkjunar á Akureyri var að ljúka við og fá viðurkenningu fyrir sitt annað Græna skref. Akureyringar eru ansi vanir flokkun og umhverfisvænni hugsun og því gekk innleiðing skrefsins mjög vel. Til hamingju 🙂

Fimmta ráðuneytið er komið í verkefnið

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er búið að skrá sig í Grænu skrefin. Ráðuneytið var eitt af sex sem undirrituðu aðgerðaráætlun í loftslagsmálum fyrir nokkrum dögum síðan. Nú á að láta verkin tala og taka umhverfismálin fastari tökum innan ráðuneytisins. Hlökkum til samstarfsins 🙂

Vegagerðin komin með sitt annað skref

Vegagerðin á höfuðborgarsvæðinu er komin með sitt annað Græna skref. Þau fylgjast vel með þeim þáttum sem hafa hvað mest umhverfisáhrif hjá þeim og vinna að því að draga úr þeim eins og hægt er. Þau hafa t.d. tekið markvisst á innkaupamálum en eins og með svo margt er mikilvægt að fylgjast vel með og minna […]

Hjálpumst að við hreinsanir

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum þá fara um 8 milljón tonn af plasti út í höfin á hverju ári. Það er eins og 8 milljón smábílum sé ýtt út í sjó á hverju ári. Það er því gríðarlega mikilvægt að við á Íslandi séum meðvituð um að tína upp það rusl sem við sjáum á […]

Umhverfisvænni bílþvottur

Nú þegar vorið er komið er líklegt að margir bíleigendur muni hugsa sér til hreyfings og skola vetraróhreinindin af bílum.Þá er mikilvægt að hafa í huga hvað er best fyrir umhverfið1. Þvo bílinn á bílaþvottastöð þar sem frárennslisvatn er hreinsað. (Þegar bíll er þveginn heima fer afrennsli í ofanvatn án hreinsunar)2. Sleppa efnum við að þrífa bílinn eða […]

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er nýr þátttakandi

Velkominn í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri. Fjölbrautaskólinn sérhæfir sig í sveigjanlegu og nýstárlegu kennslufyrirkomulagi en nemendur vinna nær öll verkefni eingöngu á tölvum. Umhverfissmálin eru þegar í nokkuð góðu horfi enda hefur Snæfellsnesið allt lengi státað af miklu umhverfisstarfi. Grænu skrefin munu þó koma sterk inn í starfið til að skerpa á því sem […]

Fimm Vínbúðir fengu fimm skref

Grænu skrefin hafa verið á ferð og flugi um allt land síðustu vikur og núna voru það Vínbúðirnar í Borgarnesi, Stykkishólmi, Búðardal, Sauðárkróki og Akureyri sem fengu úttekt og afhendingu fimm Grænna skrefa. Innilega til hamingju með árangurinn.

Flugturn Keflavíkur fékk sitt fyrsta Græna skref

Isavia flugturn Keflavíkur fékk afhent sitt fyrsta Græna skref en þar eru starfsmenn jákvæðir út í flokkun og annað er varðar umhverfismálin og finnst ekkert mál að gera þessar litlu breytingar. Innilega til hamingju með áfangann 🙂 Á myndinni eru María Kjartansdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Isavia, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Umhverfisstofnun, Haraldur Ólafsson yfirflugumferðarstjóri og Valey Erlendsdóttir […]