Fjölbrautaskóli Snæfellinga er nýr þátttakandi

Velkominn í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri. Fjölbrautaskólinn sérhæfir sig í sveigjanlegu og nýstárlegu kennslufyrirkomulagi en nemendur vinna nær öll verkefni eingöngu á tölvum. Umhverfissmálin eru þegar í nokkuð góðu horfi enda hefur Snæfellsnesið allt lengi státað af miklu umhverfisstarfi. Grænu skrefin munu þó koma sterk inn í starfið til að skerpa á því sem þegar er gert og hvetja til nýbreytni. Hlökkum til samstarfsins 🙂