Sex Vínbúðir fengu öll fimm skrefin nú á dögunum

Innilega til hamingju Vínbúðirnar á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Neskaupsstað, Ólafsvík, Grundarfirði og Kringlan. Allar Vínbúðirnar voru að ljúka við öll fimm skrefin sem er frábær árangur. Eins og áður eru starfsmenn vel upplýstir um umhverfismálin og leggja sig mikið fram við að draga úr umhverfisáhrifum vegna reksturs þeirra.