Umhverfisvænni bílþvottur

Nú þegar vorið er komið er líklegt að margir bíleigendur muni hugsa sér til hreyfings og skola vetraróhreinindin af bílum.
Þá er mikilvægt að hafa í huga hvað er best fyrir umhverfið
1. Þvo bílinn á bílaþvottastöð þar sem frárennslisvatn er hreinsað. (Þegar bíll er þveginn heima fer afrennsli í ofanvatn án hreinsunar)
2. Sleppa efnum við að þrífa bílinn eða
3. Fá umhverfisvottuð hreinsiefni, bón og aðrar vörur

Gleðilegt sumar!