Vegagerðin komin með sitt annað skref

Vegagerðin á höfuðborgarsvæðinu er komin með sitt annað Græna skref. Þau fylgjast vel með þeim þáttum sem hafa hvað mest umhverfisáhrif hjá þeim og vinna að því að draga úr þeim eins og hægt er. Þau hafa t.d. tekið markvisst á innkaupamálum en eins og með svo margt er mikilvægt að fylgjast vel með og minna reglulega á.

Á myndinni eru Hreinn Haraldsson forstjóri Vegagerðarinnar, Hólmfríður Þorsteinsdóttir verkefnastjóri Grænna skrefa og Matthildur B. Stefánsdóttir deildarstjóri umhverfisstjórnunar.