Menntasjóður námsmanna skráir sig til leiks

Við bjóðum Menntasjóð námsmanna velkominn í Grænu skrefin! Hlutverk Menntasjóðs námsmanna, áður LÍN, er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Hjá sjóðnum starfa 43 starfsmenn og er hann til húsa í Borgartúni 21 í Reykjavík. Í sama húsi má finna fleiri stofnanir sem taka þátt í Grænu skrefunum og ljóst að það er hagur þeirra allra að vera samstíga í verkefninu. Við hlökkum mikið til samstarfsins og óskum ykkur góðs gengis.