Fjölbrautaskóli Suðurlands stígur Grænu skrefin

Fjölbrautaskóli Suðurlands var stofnaður 1981 og er staðsettur á Selfossi. Í skólanum er boðið upp á fjölbreytta flóru í námsmöguleikum; stúdentsbrautir, styttri brautir, verknámsbrautir, starfsbrautir og listnámsbrautir svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur skólinn reglulega boðið upp á nám í meistaraskóla og öldungadeild. Þá starfrækir skólinn starfsstöðvar í fangelsunum á Litla-Hrauni og Sogni. 121 manns starfa í skólanum og hlökkum við til samstarfsins í Grænu skrefunum.