Morgunverðarfundur fer fram í netheimum

Á miðvikudaginn ætlum við að hittast á morgunverðarfundi frá kl.9-11:45. Vegna ástandsins í samfélaginu verður fundurinn fjarfundur og munu allir tengiliðir fá sendan Teams hlekk. Ef þig vantar hlekk þá skaltu endilega hafa samband við okkur á graenskref@graenskref.is. Fundurinn verður með öðru sniði en aðrir fjarfundir okkar til þessa en hann verður „hefðbundinn“ Teams fundur, þ.e.a.s. allir geta verið í mynd og tjáð sig. Dagskráin er afar spennandi og munum við brjóta upp hið hefðbundna fyrirlestrarform inn á milli til að halda okkur á tánum!

9:00 Staða Grænu skrefanna og umbætur á aðgerðum
Þorbjörg Sandra Bakke

9:15 Spurningar og svör

9:25 Grænu skrefin hjá Þjóðskjalasafni Íslands
Anna Elínborg Gunnarsdóttir

9:35 Grænu skrefin hjá Vatnajökulsþjóðgarði
Agnes Brá Birgisdóttir

9:45 Spurningar og svör

10:00 Uppbrot
Björgvin Páll Gústavsson, handboltamaður og öndunarþjálfari

10:10 Kaffipása

10:20 Vinnustofa um umbætur á aðgerðum Grænna skrefa
Starfsmenn Grænna skrefa leiða umræður með þátttakendum

11:00 Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftlagsmálum
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti

11:20 Umræður

11:45 fundi slitið

Hlökkum til að skjá ykkur!