Skráning er hafin á morgunverðarfund Grænna skrefa

Þann 21. október næstkomandi boðum við til morgunverðarfundar milli kl. 9 og 12 á Grand hótel Reykjavík. Fundinum verður streymt svo allir þátttakendur hafa kost á að taka þátt. Ef sóttvarnarreglur verða hertar í aðdraganda fundarins verður hann alfarið í streymi. Við ætlum að kynna fyrir ykkur endurbætur okkar á aðgerðum skrefanna og eiga við ykkur samtal um þær, heyra reynslusögur af innleiðingu verkefnisins og fræðast um umhverfismál. Við munum setja inn könnun á næstu dögum á Facebook hópinn okkar Græn skref – samráðsvettvangur þar sem við hlerum hvaða erindi þið hafið áhuga á að heyra.

Þátttakendur Grænna skrefa á morgunverðarfundi árið 2018

Sem fyrr segir verður fundurinn haldinn á Grand hótel  sem er Svansvottað hótel. Við hvetjum þátttakendur til að mæta með umhverfisvænum hætti, strætóleiðir 14, 4, 12 og 16 stoppa nálægt hótelinu og góðar hjólaleiðir liggja að því. Boðið verður upp á léttar grænkeraveitingar meðan á fundi stendur.

Við biðjum þá sem ætla að mæta að skrá sig hér. Þeir sem ætla að horfa á streymi þurfa ekki að skrá sig.

Vegna COVID-19 verður takmarkað sætapláss í boði og gætt að gildandi sóttvarnareglum.

Hér sjáið þið skilaboð frá Grand hótel um sóttvarnarráðsstafanir þeirra:

  • Grand Hótel Reykjavík vinnur viðbragsáætlun sína samhliða Embætti Landlæknis
  • Engin tilfelli af COVID-19 hafa verið greind hér á meðal gesta eða starfsmanna
  • Starfsfólk er vel upplýst um mikilvægi þess að gæta hreinlætis og handþvottar
  • Sótthreinsistöðvar eru staðsettar í meðal annars í anddyri, afgreiðslu, veitinga- og fundarsölum og við lyftur
  • Einnig er boðið upp á hanska og grímur fyrir þá gesti sem þess óska
  • Ofangreindar ráðstafanir eru gerðar með velferð gesta okkar í huga