Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Velkomin Náttúruminjasafn Íslands!

Við bjóðum Náttúruminjasafn Íslands kærlega velkomin í Græn skref. Hjá Náttúruminjasafni starfa 12 starfsmenn á 3 starfsstöðvum. Náttúruminjasafnið er fræðslu- og vísindastofnun sem er ætlað að gegna miðlægu hlutverki við miðlun þekkingar og upplýsinga um náttúrufræðileg efni og vera ráðgefandi gagnvart öðrum söfnum landsins sem sýsla með náttúruna. Hlökkum til að stíga Græn skref með ykkur!

Menntaskólinn við Hamrahlíð og Grænu skrefin

Við bjóðum Menntaskólann við Hamrahlíð velkominn í Græn skref! Skólinn hefur sett sér markmið um að efla umhverfisvitund í starfi sínu meðal annars með því að: stuðla að ábyrgri afstöðu til náttúrulegra gæða og auðlindanýtingar, glæða skilning á vistkerfum og sjálfbærri þróun, skapa tækifæri til útivistar í íslenskri náttúru, tengja umhverfismál við sögu og menningu […]

Grænar gjafir  

Á morgunverðarfundi Grænna skrefa spratt upp umræða um umhverfisvænar gjafir. Í þessu samhengi var til dæmis verið að velta því fyrir sér hvað væri græn jólagjöf frá vinnustaðnum til starfsmanna, þakklætisvottur til samstarfsaðila eða umhverfisvænn varningur eins og algengt er að gefa á t.d. ráðstefnum og kynningum (í dag er algengt að sjá buff, penna o.s.frv).  […]

Menntaskólinn á Akureyri bætist í hópinn

Við bjóðum Menntaskólann á Akureyri velkominn til leiks. Í núgildandi umhverfisstefnu skólans stendur meðal annars „[k]eppa skal markvisst að því að starfsemi og rekstur skólans sé svo umhverfisvænn sem kostur er“ sem rímar vel við Grænu skrefin og verður góður grunnur að byggja á í starfinu sem framundan er. Við hlökkum til samstarfsins!

Flensborg tekur skrefin

Flensborgarskólinn í Hafnafirði hefur skráð sig til leiks í Grænum skrefum og bætist þar með í stóran hóp framhaldsskóla sem bæst hafa í hópinn undanfarið. Við hlökkum til samstarfsins og óskum skólanum velfarnaðar á grænni og vænni braut.

Kvikmyndasafn Íslands gengur til liðs við Grænu skrefin

  Við bjóðum Kvikmyndasafn Íslands velkominn í Græn skref! Hjá Kvikmyndasafni Íslands starfa 9 manns. Meginhlutverk safnsins er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir; hafa eftirlit með skilum kvikmyndaefnis og standa fyrir sýningum á innlendri og erlendri kvikmyndalist. Kvikmyndasafn Íslands er fyrst og síðast varðveislusafn og er ekki opið fyrir almenning í sama skilningi […]

Velkomin, Sinfóníuhljómsveit Íslands!

Virkilega gaman að fá til leiks í Grænu skrefunum sjálfa Sinfóníuhljómsveit Íslands! Sinfónían er til húsa í Hörpu og eru starfsmenn 109 talsins. Sinfónían var stofnuð árið 1950 og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hlökkum til að stíga græn skref með ykkur!

Íslandspóstur skráir sig til leiks

Við bjóðum Íslandspóst velkominn í Græn skref! Hjá Íslandspósti starfa 768 manns á 33 starfstöðvum. Það eru því fáir vinnustaðir sem hafa jafn margar tengingar um landið eins og Pósturinn og frábært að hann ætli að stíga skrefin með okkur.

100 skráðir til leiks í Græn skref!

Mikill áfangi hefur náðst en yfir 100 þátttakendur eru nú skráðir í Græn skref! Við gleðjumst yfir auknum áhuga á umhverfismálum hjá starfsmönnum ríkisins og hlökkum til að halda áfram að auðvelda eflingu umhverfisstarfs. Þátttakendur Grænna skrefa eru bæði stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins sem koma víða við í samfélaginu. Aðgerðir sem kunna að […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi stígur Grænu skrefin

Við bjóðum Sýslumanninn á Vesturlandi velkominn til leiks í Grænu skrefin. Hjá sýslumanninum eru 18 starfsmenn á fimm starfstöðvum sem er a finna á Stykkishólmi, Borgarnesi, Akranesi, Búðardal og Hellissandi.  Við í Grænu skrefunum hlökkum mikið til koma að eflingu umhverfisstarfs hjá Sýslumanni á Vesturlandi!