Velkomin Náttúruminjasafn Íslands!
Við bjóðum Náttúruminjasafn Íslands kærlega velkomin í Græn skref. Hjá Náttúruminjasafni starfa 12 starfsmenn á 3 starfsstöðvum. Náttúruminjasafnið er fræðslu- og vísindastofnun sem er ætlað að gegna miðlægu hlutverki við miðlun þekkingar og upplýsinga um náttúrufræðileg efni og vera ráðgefandi gagnvart öðrum söfnum landsins sem sýsla með náttúruna. Hlökkum til að stíga Græn skref með ykkur!