Kvikmyndasafn Íslands gengur til liðs við Grænu skrefin

 

Við bjóðum Kvikmyndasafn Íslands velkominn í Græn skref!

Hjá Kvikmyndasafni Íslands starfa 9 manns. Meginhlutverk safnsins er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir; hafa eftirlit með skilum kvikmyndaefnis og standa fyrir sýningum á innlendri og erlendri kvikmyndalist. Kvikmyndasafn Íslands er fyrst og síðast varðveislusafn og er ekki opið fyrir almenning í sama skilningi og önnur söfn en á heimasíðu þeirra má sjá margar skemmtilegar klippur sem við mælum með að skoða.

Við hlökkum mikið til að vinna að Grænu skrefunum með starfsmönnum Kvikmyndasafns Íslands!