100 skráðir til leiks í Græn skref!

Mikill áfangi hefur náðst en yfir 100 þátttakendur eru nú skráðir í Græn skref!

Við gleðjumst yfir auknum áhuga á umhverfismálum hjá starfsmönnum ríkisins og hlökkum til að halda áfram að auðvelda eflingu umhverfisstarfs. Þátttakendur Grænna skrefa eru bæði stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins sem koma víða við í samfélaginu. Aðgerðir sem kunna að virðast smávægilegar ef einungis er litið á eina og eina stofnun get haft gífurleg áhrif þegar litið er á heildarmyndina.

 

Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað og með samtakamætti nást ótrúlegustu hlutir!