Nýr gátlisti Grænna skrefa!

Grænu skrefin hafa undirgengist yfirhalningu og birtum við nú með stolti nýjan gátlista Grænna skrefa. Yfirhalningin hófst um vorið 2020 og var samráðs gætt m.a. á Morgunfundi Grænna skrefa þann 21. október síðastliðinn.

Það kennir ýmissa grasa í nýju skrefunum en nokkrar aðgerðir voru teknar út, sumar tóku minniháttar breytingum og svo má einnig finna splunkunýjar aðgerðir. Nýju Grænu skrefin samræmast betur skyldu ríkisaðila til að setja sér loftslagsstefnu ásamt því að leggja aukna áherslu á samgöngumál. Þar að auki hefur flokkinum Eldhús og kaffistofur verið bætt við. Metnaðurinn hefur því aukist í samræmi við auknar væntingar almennings til stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á sviði umhverfismála.

Þess ber að geta að þeir sem eru í miðjum klíðum að vinna að skrefi fá frest til að ljúka því samkvæmt gamla gátlistanum svo lengi sem úttekt er framkvæmd fyrir 1. mars.

Á miðvikudaginn 13. janúar kynnum við nýjan gátlista og nýjan starfsmann Grænna skrefa, Gró Einarsdóttur. Hér má finna gátlistann fyrir þá sem vilja kynna sér hann fyrir fundinn.

Dagskrá

Kynning á nýjum gátlista
Birgitta Steingrímsdóttir og Ásdís Nína Magnúsdóttir

Hvernig fyllum við út í gátlistann?
Gró Einarsdóttir

Á döfinni í Grænum skrefum
Þorbjörg Sandra Bakke