Samræmdar merkingar í sorpflokkun

Loksins er komið samræmt flokkunarkerfi á íslensku!
Við hvetjum stofnanir sem og aðra til nýta sér samræmdar merkingar fyrir flokkunina sína.
Fagráð um endurnýtingu og úrgang (Fenúr) hefur þýtt og staðfært samræmt norrænt merkingakerfi fyrir flokkun úrgangs. Merkingarnar byggja á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum.
Eins og fram kemur í tilkynningu frá Fenúr er samræmt, einfalt og gott merkingakerfi mikilvægur liður í því að stuðla að betri flokkun. Það styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi og er jafnframt mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu.

Hægt er að ná í merkingarnar á vef Fenúr.