Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra stíga Græn skref!

Við bjóðum Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra velkomin í Grænu skrefin!

 

Hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfa 28 starfsmenn og sinna þau m.a. rannsóknum, ráðgjöf, kennslu og veita túlkaþjónustu. Miðstöðin hefur verið starfrækt frá 1990 og er hlutverk þeirra að stuðla að því að fólk sem reiðir sig á íslenskt táknmál til samskipta geti sótt þjónustu, sem veitt er í þjóðfélaginu, á grundvelli íslensks táknmáls.

Við hlökkum til samstarfsins!