Hafsjór af fróðleik um úrgangsmál

Græn skref vekja athygli á vefnum Úrgangur.is

Úrgangur.is er miðlæg vefsíða rekin af Umhverfisstofnun um stöðu úrgangmála á Íslandi. Á vefsíðunni má sækja fræðsluefni, tölulegar upplýsingar um stöðu úrgangsmála á Íslandi og leiðbeiningar um bætta úrgangsstjórnun fyrir sveitarfélög og atvinnulíf. Vefsíðan er lendingarsíða fyrir vitundarvakninguna Allan hringinn en markmið hennar er að kynna þær breytingar sem eiga sér stað í úrgangsmálum árið 2023 í kjölfar gildistöku hringrásarlaganna svokölluðu. Mögulegt er að sækja efni á bæði pólsku og ensku um helstu breytingarnar og sækja kynningarefni sem má dreifa að vild.

Við mælum með að stofnanir og aðrir vinnustaðir nýti sér síðuna í umhverfisstarfi sínu.