Fimmta skref Sýslumannsins á Suðurnesjum

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum lauk fimmta og síðasta skrefinu á dögunum. Meðal þess sem embættið hefur unnið að, er að vera með dagatal yfir umhverfisviðburði yfir árið. Sem dæmi má nefna að farið er í flokkunarátak árlega, úrgangur vigtaður og haldið upp á samgönguvikuna sem er í september.

Það er góð hugmynd að útbúa umhverfisdagatal fyrir árið, líkt og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, til að tryggja að umhverfisstarfið haldist við eftir að vinnu við innleiðingu skrefanna er lokið. Við óskum embættinu til hamingju með fimmta skrefið og óskum því góðs gengis í framhaldinu.