Lógó sem sýna árangurinn

Lógó sem segja frá fjölda skrefa sem stigin hafa verið eru nú aðgengileg hér neðst á vef Grænna skrefa.

Um 115 stofnanir og 370 starfsstöðvar hafa stigið að minnsta kosti eitt skref og það er um að gera að segja frá árangrinum.

Hægt er að setja lógóin í undirskriftir í tölvupóstum eða á vef vinnustaðarins.

Það sýnir metnað og virkar hvetjandi fyrir aðra vinnustaði til að gera betur í umhverfismálum.